Mikill eldur í Hrísey

Mikill eldur í Hrísey

Um kl. 05:00 í morgun var tilkynnt um eld í frystihúsinu í Hrísey. Tiltækt slökkvilið í Hrísey, Dalvík og Akureyri var kallað út ásamt lögreglu og björgunarsveit í eyjunni.

Reyk liggur yfir byggð í Hrísey og hefur Lögreglan á Norðurlandi eystra beðið íbúa um að loka öllum gluggum og hækka hitan/kyndinguna í húsum sínum. Það kemur í veg fyrir að reykur berist inn.

Þá eru íbúar beðnir um að halda sig innandyra. Vart hefur orðið við ammoníaksleka frá vettvangi.

 Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar, segir í samtali við fréttastofu RÚV að það gæti komið til þess að það þurfi að rýma hús á eyjunni og það sé verið að vinna í því að fá strætó fyrir fólk.

„Við erum ekki að sjá fyrir endann á þessu. Við erum ennþá að berjast við að reyna að koma í veg fyrir að það kvikni í nærliggjandi húsum og það var nú bara rétt í þessu að koma í ljós að það væri sennilega byrjað að loga í öðru húsi líka,“ segir Ólafur við RÚV.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó