Mikill músagangur í Eyjafirði

Hagamús

Árni Sveinbjörnsson meindýraeyðir á Akureyri var meðal gesta í þættinum Sögur af landi á Rás 1 á dögunum. Þar greindi hann frá því að músagangur hafi ekki verið jafn mikill og nú í háa herrans tíð. Þrátt fyrir að engin ástæða sé til þess að óttast mýsnar geta þær valdið miklu tjóni og getur reynst erfitt að halda þeim í skefjum.

Árni er framkvæmdastjóri Meindýravarna Eyjafjarðar, hann segir músagangur í ár mun meiri en undanfarin ár. Mjög mikill músagangur hafi verið alveg frá því síðastliðið haust.

Mýs eru smáar og er mörgum meinilla við þær og þær geta valdið tjóni. Árni segir æskilegast þegar verið er að losa sig við mýs að reyna að láta það taka fljótt af vegna mannúðlegra ástæðna. Það geti þó reynst erfitt þar sem þær reyni hvað sem er til að komast undan gildrum, meðal annars að naga af sér lappirnar.

Þáttin Sögur af landi á Rás 1 þar sem viðtalið við Árna er má nálgast hér.

UMMÆLI