Múlaberg

Mikill reykur og litlu munaði að eldurinn breiddi mikið úr sér

Mikill reykur og litlu munaði að eldurinn breiddi mikið úr sér

Mikill reykur myndaðist þegar eldur kom upp í rusli og körum fullum af neti á Akureyri í dag. Reykurinn sást vel um allan Akureyrarbæ en slökkvilið Akureyrar var fljótt á svæðið og réð niðurlögum eldsins.

Varðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar segir í samtali við fréttastofu RÚV að litlu hafi munað að eldurinn breiddi mikið úr sér.

Töluverð umferð myndaðist við svæðið þar sem eldurinn kom upp og Akureyringar voru greinilega forvitnir að vita hvað hefði skeð.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó