Prenthaus

Mikilvægur sigur Skautafélags Akureyrar

ice-hockey

SA komið í 2.sæti.

Skautafélag Akureyrar vann sigur á Birninum í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld þar sem lokatölur urðu 4-3 fyrir heimamönnum.

Fyrsta mark leiksins kom eftir 17 mínútur og var Jussi Sipponen þar að verki. Staðan eftir fyrsta leikhluta 1-0 fyrir heimamenn. Tvö mörk frá Mikko Salonen komu SA í 3-0 áður en Kristján Kristinsson klóraði í bakkann fyrir gestina undir lok annars leikhluta.

Ingvar Þór Jónsson fór langt með að tryggja sigur heimamanna þegar hann kom SA í 4-1 sex mínútum fyrir leikslok. Bjarnarmenn voru þó ekki á því að gefast upp og skoruðu tvö mörk á síðustu mínútum leiksins en nær komust þeir ekki.

Úrslitin þýða að liðin hafa sætaskipti og er SA þar með komið upp í 2.sæti deildarinnar.

Markaskorarar SA: Mikko Salonen 2, Jussi Sipponen 1, Ingvar Þór Jónsson 1.

Markaskorarar Bjarnarins: Kristján Kristinsson 1, Edmunds Induss 1, Aleksandr Medvedev 1.

UMMÆLI