Prenthaus

Minniháttar eldur kom upp í Kaupangi

Minniháttar eldur kom upp í Kaupangi

Slökkviliðið á Akureyri var kallað út á tíunda tímanum í morgun þegar minni­hátt­ar eld­ur kom upp í tækja­rými í kjall­ara versl­un­ar­rým­is­ins Kaupangi á Ak­ur­eyri. Þetta kemur fram á vef mbl.is.

Engin hætta skapaðist á svæðinu en um var að ræða mótor sem brann yfir og myndaðist tölu­verður hiti og reyk­ur vegna þess.

Aðgerðir á staðnum gengu vel, slökkvilið reykræsti rýmið og er aðger­um nú lokið á vett­vangi.

Mynd: mbl.is/Þ​or­geir Bald­urs­son

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó