Miomantis gefur út nýja plötu

Miomantis gefur út nýja plötu

Hljómsveitin Miomantis frá Akureyri gaf í gær út þriðju smáskífu sína, The Mantis. Platan er sú fyrsta í röð af þremur sem að hljómsveitin mun gefa út á árinu.

Við höfum verið að vinna í þessari plötu meira og minna í heilt ár. Við byrjuðum að semja 2020 eftir að við gáfum út plötuna BLEAK. Það hefur svo verið ágætis bras á þessum covid tímum að klára verkefnið. Á plötunni er nýr meðlimur sem spilar á trommunum og það bætir hljóðið okkar verulega mikið. Á fyrstu tveimur plötunum okkar neyddist bassaleikarinn okkar, Tumi, til þess að spila á trommurnar. Mér finnst að allir meðlimir fái sín augnablik á plötunni og tel ég lögin öll frekar sterk, svona gamaldags þunga rokks-grunge fýlingur,“ segir Davíð Máni Jóhannesson, gítarleikari sveitarinnar.

Bjarmi Friðgeirsson er nýr trommari og Zophonías Tumi Guðmundsson spilar á bassa. Í spilaranum hér að neðan má hlusta á nýju plötuna.

UMMÆLI

Sambíó