Móðir á Dalvík ráðþrota vegna veikinda dóttur sinnar

heklaLilja Bára Kristjánsdóttir sagði í síðustu viku frá veikindum dóttur sinnar á Facebook í uppfærslu sem hefur vakið töluverða athygli. Lilja Bára Kristjánsdóttir segist algerlega ráðalaus gagnvart veikindum fimmtán ára dóttur sinnar Heklu. Veikindi Heklu lýsa sér þannig að það blæðir úr augum, eyrum og nefi hennar ásamt því að hún fær tíð uppköst.

Í stöðuuppfærslunni á Facebook lýsir Lilja degi í líf Heklu og veltir því fyrir sér hvernig fullorðinn einstaklingur gæti komist í gegnum slíkan dag.

Í viðtali við austurfrett.is segir Lilja Bára að enginn læknir sem þau hafi leitað til hafi fundið orsökina. Allir læknar standa á gati.

Nánari umfjöllun um málið má sjá hér á www.austurfrett.is.

 

 

Sambíó

UMMÆLI