Mögnuð tilþrif Óðins í grátlegu tapiMynd: KA.is/Egill Bjarni

Mögnuð tilþrif Óðins í grátlegu tapi

Það var rosaleg stemning í KA heimilinu í gær þegar KA menn tóku á móti Haukum í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta. KA menn hefðu getað tryggt sig áfram í undanúrslit með sigri en töpuðu að lokum með einu marki.

Óðinn Þór Ríkharðssin hefur verið frábær í liði KA í vetur og hann var í miklum ham í leiknu í gær þrátt fyrir tap KA. Hann skoraði ellefu mörk í leiknum og hafa nokkur þeirra vakið mikla athygli.

Í handboltaþættinum Seinni Bylgjan voru tilþrif Óðins úr leiknum klippt saman og þáttastjórnendur voru afar hrifnir af frammistöðu Óðins.

„Það er svo gaman að horfa á mörk með Óðni. Ég verð bara að segja það að ég held að það séu ekki margir leikmenn í Evrópu sem eru með þessa skottækni,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar.

KA og Haukar mætast í oddaleik um sæti í undanúrslitum á Ásvöllum í Hafnarfirði annað kvöld.

Klippuna úr Seinni Bylgjunni má sjá hér að neðan en nánari umfjöllun má finna á Vísi.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó