Mögulega þrjár nýjar heilsugæslustöðvar á AkureyriHeilsugæslan kemur til með að flytja úr miðbænum.

Mögulega þrjár nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri

Það hefur verið mikið í umræðunni undanfarið hvar ný heilsugæslustöð verði til húsa eftir að staðfestar fréttir hermdu að hún væri að flytja sig um set. Skapti Hallgrímsson, fyrrum fréttamaður hjá Morgunblaðinu, greindi frá því á facebook síðu sinni í gær að nýjar heilsugæslustöðvar koma til með að verða á horni Skarðshlíðar og Undirhlíðar annars vegar og að öllum líkindum við Þórunnarstræti hins vegar, þar sem tjaldsvæðið stendur nú. Skv. skipulagi á að byggja fjölbýlishús með bílakjallara á horni Skarðshlíðar og Undirhlíðar þar sem heilsugæslan yrði á jarðhæð.

Húsnæðið í miðbænum hefur lengi vel ekki verið talið fullnægjandi vegna stærðar og staðsetningar. Skapti hefur einnig heimildir fyrir því að þriðja heilsugæslustöðin verði reist síðar í Hagahverfi, nýjasta hverfinu syðst í bænum.

Fréttin var unnin úr tilkynningu Skapta á facebook en verið er að afla staðfestingar á heimildum. Fréttin verður uppfærð.

UMMÆLI

Sambíó