Mömmur og möffins leita að nýjum umsjónaraðilum

Mömmur og möffins leita að nýjum umsjónaraðilum

Um þessar mundir stendur yfir leit að nýjum aðila eða hóp til að taka að sér utanumhald og framkvæmd á Mömmur og Möffins viðburðinum sem er haldin í Lystigarðinum á Akureyri um verslunarmannahelgina ár hvert.

Síðustu ár hafa safnast töluverðar fjárhæðir á viðburðinum sem hafa runnið í góð málefni. Undanfarin ár hefur allur ágóði af Mömmur og möffins viðburðinum runnið til fæðingadeildar Sjúkrahússins á Akureyri.

Ef þú hefur áhuga eða veist um einhvern sem hefur áhuga á því að taka yfir Mömmur og möffins viðburðinum er hægt að hafa samband í gegnum netfangið valdisanna@internet.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó