Mótmæla banni lausagöngu katta á Akureyri

Mótmæla banni lausagöngu katta á Akureyri

Yfir 2500 hafa nú skrifað undir lista á netinu þar sem banni lausagöngu katta á Akureyri er mótmælt. Hildur Svavarsdóttir setti listann af stað í gær og þegar þetta er skrifað hafa 2678 einstaklingar skrifað undir.

„Í vikunni kom í ljós að bæjarstjórn Akureyrar samþykkti lög um að banna lausagöngu katta á Akureyri árið 2025. Margir hafa tjáð óánægju sína yfir þessari nýju reglugerð, og eru ósammála henni. Okkur er annt um kettina okkar á Akureyri, og þeirra frelsi. Þeir gefa bænum okkar lit og gleði með skemmtilega karakterum þeirra. Með því að skrifa undir, sýnir þú að þér er annt um frelsi katta á Akureyri og að þú standir með þeim. Sýnum bæjarstjórn Akureyrar að þetta hafi ekki verið rétt ákvörðun,“ segir Hildur um listann.

Hægt er að kynna sér undirskriftarlistann betur og skrifa undir með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó