Vinna og vélar

Mótsmet og Íslandsmeistaratitlar: „Heiður að þjálfa þessa flottu unglinga“

Mótsmet og Íslandsmeistaratitlar: „Heiður að þjálfa þessa flottu unglinga“

Mögnuð meistaramótshelgi er að baki þar sem UFA mætti með 19 manna lið í Laugardalshöll á Meistaramót Íslands í 15-22 ára flokkí í frjálsum íþróttum. Félagið hefur ekki mætt með svo stóran hóp á þetta mót í mörg ár, ef það hefur þá einhvern tímann gerst eftir því sem kemur fram á vef félagsins.

Tobías Þórarinn Matharel setti mótsmet bæði í langstökki og þrístökki 15 ára pilta. UFA átti tvöfaldan sigur í 60m og þrístökki 15 ára stráka og risabætingar í nokkrum greinum. Í stuttu máli þá var uppskeran 22 verðlaun í heild. 

6 gull
Arnar Helgi Harðarsson með gull í 60m og 300m
Brynjar Páll með gull í hástökki
Tobías náði í gull í langstökki og þrístökki
Egill Atlason Waagfjörð sem keppir fyrir Umf.Kötlu gull í langstökki

7 silfur
Tobías með silfur í 60m
Brynjar Páll silfur í langstökki
Arnar Helgi silfur í þrístökki
Guðrún Hanna silfur í hástökki 15 ára
Aníta Lind náði silfri í hástökki 16-17 ára
Egill Atlason silfur í þrístökki
Boðhlaupssveit 15 ára drengja varð síðan í öðru sæti í 4x200m

9 brons
ALexander í kúlu (6kg)
Pétur Friðrik í 60m
Hreggviður Örn í 2000m
Arnar Helgi í langstökki
Garðar Atli í kúlu
Elena Soffía í kúlu
Sigurlaug Anna í langstökki
Anna Líf Diegó í stangarstökki
Tryggvi Sveinn sem keppir fyrir HHF í 60m grind

„Við afrekin má bæta 31 persónulegum bætingum sem er aðalástæða þess að við stundum þessa íþrótt,“ segir á vef UFA.

Þjálfarar liðsins voru að vonum syngjandi kátir með helgina og árangurinn. Ari, yfirþjálfari hópsins hafði meðal annars þetta um mótið að segja: „Það er sannur heiður að þjálfa þessa flottu unglinga sem skildu allt eftir á hlaupabrautinni um helgina. Andinn var mikill í hópnum og eins og gárungarnir lýstu okkur þá mættum við og migum í öll horn í Laugardalshöllinni, við áttum svæðið.“

Nánari upplýsingar um úrslit mótsins má finna í Þór-mótaforritinu og fleiri myndir má finna á vef UFA.

Sambíó

UMMÆLI