Mötuð afþreying

Júlíus Þór Björnsson Waage skrifar

Hermaðurinn stendur fyrir framan heilt lið af óvinunum. Hann er sá eini sem stendur, allir vinir hans liggja eftir. Það er enginn séns að hann geti sigrað þá. En hermaðurinn lætur það ekki stoppa sig, hann er hetjan. Flýgur upp, sækir tunglið og kastar því í átt til óvininna. Hann sigraði þá. Hann er hetjan… Mamma kallar og leikurinn stöðvast.

Í þessum aðstæðum hefðu flestir gefist upp. Það er nú nánast ómögulegt að sigra. En hver vann? Ímyndunaraflið. Börn eru með gríðarlega gott ímyndunarafl og ekkert er ómögulegt fyrir þeim. Þetta er eitt af því fallegasta við að vera barn. Þú getur allt og það er ekkert sem stöðvar þig. En því miður fer þessi eiginleiki barna minnkandi með hverri kynslóð.

Þróun leikfanga
Í tölvunni er þörfin fyrir hugmyndaflugið margfalt minni. Persónur í leikjunum eru myndaðar og eru takmörk fyrir því sem þær geta gert. Sjónvarpsefni er líka skrifað og leikið eftir reglum.Fyrir ekki nema 100 árum léku börn sér á Íslandi með legg og skel. Ímynduðu þau sér að beinin væru dýr, hlutur eða persóna. Á stríðsárunum fóru að koma leikföng til landsins og voru þá komin andlit á persónur, þær gátu samt gert og verið hvað sem er. Slíkum leikföngum hefur fækkað mikið seinustu ár. Nýju leikföngin eru tölvurnar.

Börn fara þá frekar að sækjast eftir því að horfa á sjónvarpið og fara í tölvuna heldur en að leika sér með dót eða fara út að leika. Það er léttara fyrir þau, þau þurfa að hugsa minna en geta samt skemmt sér. Barnið er matað af afþreyingu.

Foreldrar
Eflaust eru margir foreldrar í dag sem minnast þess hvað það var mikið betra að vera barn á sínum tíma og hvað nýja kynslóðin á í mikilli tilvistarkreppu. En hverjum er það að kenna? Foreldrum. Það eru þeir sem eiga að ala upp börnin sín og þeir ráða yfir barninu. Ekki er allt ákjósanlegt sem barninu þykir best og foreldrar eiga hvorki að láta börnin né miðlana stjórna uppeldi barnsins. Í stað þess að sitja heima  eftir vinnu og skoða Facebook meðan barnið starir klukkutímunum saman á ipad.

Eiga foreldrar frekar að leika sér með því, hlusta á hugmyndir þess, leyfða því að tala og mynda sér persónuleika. Það þurfa að vera reglur en einnig svigrúm fyrir skoðanir. Og ef fullorðið fólk hefur aldrei tíma til þess að leika sér vegna þess að það þarf að sjá fréttir eða sinna vinnu, ætti það bara að sleppa því að eignast börn.

UMMÆLI

Sambíó