Prenthaus

Mun kosta 1500 krónur fyrir fólksbíl í gegnum Vaðlaheiðargöng

Mun kosta 1500 krónur fyrir fólksbíl í gegnum Vaðlaheiðargöng

Gjaldskrá fyrir Vaðlaheiðargöng hefur verið birt á vefnum veggjald.is. Ein ferð á fólksbíl í gegnum göngum mun kosta 1500 krónur. Ódýrasta gjaldið fæst með því að kaupa 100 ferða kort en þá kostar hver ferð 700 krónur. Þetta kemur fram á vef RÚV í dag.

Sjá einnig: Sjúkrabílar farið sex ferðir í gegnum Vaðlaheiðargöng – Þegar farin að auka öryggi íbúa

Formleg opnun ganganna verður 12. janúar á næsta ári en stefnt er að því að opna göngin fyrir almenna umferð í lok desember.

Á veggjald.is er boðið upp á að skrá ökutæki og kaupa ferðir. Boðið er upp á 10, 40 og 100 ferða pakka. Veggjöldin eru einungis innheimt rafrænt en á vefnum er hægt að skrá númer ökutækis og tengja við greiðslukort. Myndavélar nema svo númerið og gjaldið skuldfærist svo sjálfkrafa.

Ef ökutæki er ekki skráð eða gjaldið ekki greitt innan þriggja tíma verður veggjald innheimt af þeim sem er skráður fyrir ökutækinu. Þá bætist við 1000 króna álag.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó