Mun kosta um 2000 krónur í Vaðlaheiðargöngin – 6000 krónur fyrir bíla sem eru þyngri en þrjú og hálft tonn

Mun kosta um 2000 krónur í Vaðlaheiðargöngin – 6000 krónur fyrir bíla sem eru þyngri en þrjú og hálft tonn

Stefnt er að því að opna Vaðlaheiðargöng 1. desember næstkomandi. Valgeir Bergmann framkvæmdastjóri ganganna sagði í Morgunblaðinu í dag að gert sé ráð fyrir því að bílar sem vegi yfir þrjú og hálft tonn verði rukkaður um allt að 6000 krónur. Bílar sem vega minna verði rukkaðir um tæplega tvö þúsund krónur.

Sam­kvæmt nú­ver­andi áætl­un­um verða heild­ar­tekj­ur af gjald­tök­unni frá 800 millj­ón­um króna til eins millj­arðs króna. Ný tækni verður notuð við innheimtu gjalda. Tæknin er lítið þekkt hér á landi en hún byggir á númeraplötugreiningu.

„Það verða mynda­vél­ar við göng­in sem taka mynd af bíl­un­um og lesa um leið núm­erið líkt og gert þegar fólk er með áskrift í Hval­fjarðargögn­um,“ seg­ir Val­geir í samtali við Morgunblaðið.

Ef kemur í ljós að viðkomandi bíll sé ekki í áskrift þá er eig­andi bíls­ins fund­inn í eig­enda­skrá og rukk­un send í heima­bank­ann.

UMMÆLI

Sambíó