Munu ekki setja aukið fjármagn í Vaðlaheiðargöng

Vaðlaheiðargöng.

Hvorki KEA né Útgerðarfélag Akureyrar munu setja meira fjármagn í framkvæmdir Vaðlaheiðarganga. Þetta staðfestu Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja í samtali við Rögnvald Má Helgason á fréttastofu Rúv.

Þessi fyrirtæki eru 2 af 3 stærstu hluthöfunum í Greiðri leið Ehf. sem á meirihlutann í Vaðlaheiðargöngum hf. Akureyrarbær á stærsta hlutinn í Greiðri leið ehf. Eiríkur Björgvinsson bæjarstjóri Akureyrar segir að eðlilegt sé að endurskoða hvort hægt sé að koma með aukið fé í framkvæmdirnar  í samhengi við núverandi stöðu mála. Ríflega þrjá milljarða vantar upp á til að hægt sé að klára göngin.

Nánar er fjallað um málið á vef RÚV hér.

 

Sambíó

UMMÆLI