Myndband: Andri Snær með stórkostlegt sirkusmark í sigri KA

Andri Snær Stefánsson ásamt þjálfara sínum Stefáni Árnasyni

KA sigraði Míluna í 2. umferð Grill66 deildarinnar í gærkvöldi 22-25. Tilþrif leiksins átti markahæsti leikmaður hans Andri Snær Stefánsson. Andri Snær skoraði frábært sirkusmark eftir langa sendingu yfir völlinn frá Bjarka Símonarsyni í markinu hjá KA. Þetta er í þriðja skipti á ferlinum sem Andri Snær skorar sirkusmark eftir sendingu yfir völlinn.

Sjá einnig: Glæsilegt mark Andra gegn Val 

Leikurinn var sýndur beint á Selfoss TV en þulirnir gátu ekki leynt aðdáun sinni þegar Andri skoraði markið. Andri Snær skoraði 9 mörk í leiknum en það smekklegasta má sjá í spilaranum hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI