Myndband: Anton sendir frá sér nýtt lag

Tónlistarmaðurinn Anton Líni Hreiðarsson sendi í dag frá sér nýtt lag. Lagið heitir Feel it too og má hlusta á í spilaranum hér að neðan.

Anton kemur frá Þingeyri en er búsettur á Akureyri og stundar nám við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hann vakti fyrst athygli í söngkeppni VMA árið 2016 þegar hann endaði í öðru sæti keppninnar með frumsamda laginu Friendship. Síðan þá hefur hann verið duglegur að senda frá sér efni. Hann sendi frá sér lagið One á dögunum sem vakti miklar vinsældir. Við mælum með því að þið leggjið þetta nafn á minnið.

Grétar Örn Guðmundsson tók upp myndbandið og leikstýrði því ásamt Antoni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó