Færeyjar 2024

Myndband: Arna Sif með stórkostlegt mark í æfingaferð Þór/KA

Leikmannahópur Þór/KA á Spáni. Mynd: Þór/KA Twitter

Íslandsmeistarar Þór/KA eru þessa stundina staddar í æfingaferð á Spáni. Æfingaferðin er hluti af undirbúningi liðsins fyrir komandi tímabil í Pepsi deildinni.

Á æfingu liðsins í morgun var hópnum skipt í tvö lið. Arna Sif Ásgrímsdóttir sem gekk til liðs við Þór/KA frá Val í vetur skoraði magnað mark í leik liðanna. Arna skoraði svokallað sporðdrekamark sem má sjá á myndbandinu hér að neðan sem var tekið upp og klippt af Haraldi Ingólfssyni.

Æfingaferð Þór/KA lýkur 21. apríl en stelpurnar mæta ÍBV í Meistarakeppni KSÍ 29. apríl næstkomandi og ferðast svo til Grindavíkur laugardaginn 5. maí þar sem þær mæta Grindavík í fyrsta leik liðsins í Pepsi deild kvenna í sumar.

 

UMMÆLI