NTC netdagar

Myndband: Ásgeir Trausti flytur lagið Stardust á Götubarnum

Bandaríska útvarpsstöðin The Current sendi beint út frá Götubarnum á Akureyri á meðan Iceland Airwaves hátíðin fór fram á Akureyri. Vinsælustu listamennirnir sem spiluðu á hátíðinni komu við og spjölluðu við útvarpsmenn stöðvarinnar ásamt því að flytja lög.

Ásgeir Trausti spilaði í Hofi á fimmtudagskvöld en áður en tónleikar hans hófust þar var hann mættur á Götubarinn og flutti lag sitt Stardust fyrir gesti staðarins. Myndband af þessum magnaða flutningi má sjá hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó