KIA

Myndband: Birkir Blær og Eyþór Ingi flytja sigurlag Eurovision í Akureyrarkirkju

Birkir Blær Óðinsson.

Portúgal sigraði Eurovision söngvakeppnina í fyrsta skipti síðustu helgi. Salvador Sobral söng sig inn í hug og hjörtu Evrópubúa og stóð uppi sem afgerandi sigurvegari. Sigurlagið Amar Pelos Dois þykir einkar fallegt. Tónlistarmennirnir Birkir Blær Óðinsson og Eyþór Ingi Jónsson fluttu eigin útgáfu af laginu í Akureyrarkirkju og afraksturinn má sjá í myndbandinu hér að neðan. Birkir Blær syngur og Eyþór Ingi spilar á píanó.

Sjá einnig: Glæsilegt atriði MA í Gettu Betur

Sambíó

UMMÆLI