Myndband: Ivan Mendez með magnaða útgáfu af þekktu jólalagi

Tónlistarmaðurinn Ivan Mendez gaf frá sér fallega útgáfu af jólalaginu ‘Have Yourself a Merry Little Christmas’ á Instagram síðu sinni í gær. Ivan er söngvari og stofnandi hljómsveitarinnar Gringlombian. Ivan segist stefna á að taka lagið upp í hljóðveri og gefa út.

Hljómsveitin Gringlombian hefur haft í nógu að snúast á árinu en þeir hafa verið duglegir að senda frá sér efni og spiluðu meðal annars á Iceland Airwaves tónleikahátíðinni í síðasta mánuði.

Flutning Ivans á jólalaginu ‘Have Yourself a Merry Little Christmas’ má sjá í spilaranum hér að neðan.

Merry jazzmas🎼

A post shared by Ivan Mendez (@ivanmendez90) on

UMMÆLI