NTC netdagar

Myndband: Of mikið hlegið á æfingum fyrir Sjeikspír eins og hann leggur sig

Það er gaman í leikhúsi. Stundum eiginlega bara of gaman.

Gamanverkið Sjeikspír eins og hann leggur sig! verður frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar á föstudaginn og í þessari viku hafa farið fram æfingar með áhorfendum.

Á einni slíkri áttu leikarar á köflum hreinlega erfitt með að halda áfram, sökum ansi sérstaks hláturs eins áhorfanda, sem smitaði svo út frá sér að Benedikt Karl Gröndal, sem fer með eitt hlutverkanna í sýningunni, neyddist til að taka sér smá hlé á meðan áhorfandinn jafnaði sig.

Hláturskastið leið þó á endanum hjá og eftir að Benedikt fullvissaði sig um að það væri í lagi með áhorfandann hélt sýningin áfram, auðvitað með áframhaldandi hlátrasköllum. Þetta skemmtilega atvik má sjá í meðfylgjandi myndbandi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó