Myndband: Ótrúlegur kafli Halldórs Helgasonar í nýrri snjóbrettamynd

Snjóbrettakappinn Halldór Helgason er í aðalhlutverki í snjóbrettamyndinni Arcadia. Halldór sér um lokakafla myndarinnar og fer algjörlega á kostum. Í umsögn um myndina er sagt að kafli Halldórs sé einn sá besti sem hefur komið út í snjóbrettaheiminum í langan tíma.

Halldór hefur undanfarin ár verið meðal bestu snjóbrettamanna í heimi en árið 2010 fékk hann gullverðlaun á X-leikunum og varð fyrsti Íslendingurinn til þess að fá gullverðlaun á leikunum. Kafla Halldórs í myndinni Arcadia má sjá í spilaranum hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI