Myndband – Tröllavarsla Tryggva Snæs

Mynd: Vísir

Tryggvi Snær Hlinason. Mynd: Vísir

Þó Þórsarar hafi beðið lægri hlut fyrir Tindastól í Dominos-deild karla í körfubolta á Sauðárkróki í gærkvöldi átti Tryggvi Snær Hlinason, miðherji Þórs, ein flottustu tilþrif leiksins.

Tryggvi Snær er 216 sentimetrar á hæð og atti kappi við Senegalann Mamadou Samb sem er einnig vel yfir tvo metra. Tryggvi varði tvö skot frá Samb í leiknum. Annað af þeim má sjá í myndbandi á Vísi.

Hinn 18 ára gamli Tryggvi átti fínan leik, skoraði ellefu stig og nýtti allar sínar skottilraunir í leiknum.

Smelltu hér til að sjá myndbandið af tröllavörslu Tryggva

Sjá einnig:

Viðtal við Tryggva Snæ Hlinason fyrir tímabilið

Sambíó

UMMÆLI