Prenthaus

Myndband:Birkir lagði upp mark með U19 liði Heerenveen

Akureyringurinn Birkir Heimisson  spilar fyrir Heerenveen í Hollandi. Birkir er að koma til baka úr meiðslum. Hann er fæddur árið 2000 en gekk til liðs við Heerenveen frá Þór Akureyri sumarið 2016.

Á sínu fyrsta tímabili hjá Heerenveen heillaði Birkir með spilamennsku sinni og var meðal bestu leikmanna U17 liðs félagsins.

Haraldur Ingólfsson var staddur á leik U19 liðs Heerenveen gegn Volendam um síðustu helgi og náði myndbandi af frammistöðu Birkis þar sem hann lagði meðal annars upp mark.

 

Sambíó

UMMÆLI