Prenthaus

Myndlistaskólinn á Akureyri í fjárhagsvandræðum og neyðist til að skipta um húsnæði

Myndlistaskólinn á Akureyri í fjárhagsvandræðum og neyðist til að skipta um húsnæði

Myndlistaskólinn á Akureyri mun flytja úr húsnæði sínu fyrir næsta vetur en skólinn hefur verið verið starfræktur í Gilinu á Akureyri í um þrjá áratugi. Þetta kemur fram á vef RÚV í dag.

Skólinn neyðist til þess að flytja úr núverandi húsnæði í Kaupvangsstræti 16 vegna fjárhagsvandræða. Hann verður áfram rekinn næsta vetur en óvíst er hversu margir nemendur verða innritaðir, ljóst er að ekki jafn margir komast að og áður.

Rekstur skólans hefur verið mjög erfiður samkvæmt frétt RÚV en skuldir hafa aukist á sama tíma og nemendum hefur fækkað.

Samkvæmt heimildum RÚV mun skólinn verða fluttur í hagræðingarskyni í húsið á bakvið núverandi húsnæði sem er að hluta í eigu Helga Vilbergs Hermannssonar skólastjóra og eiganda. Núverandi húsnæði verði líklegast notað undir hótelíbúðir.

UMMÆLI

Sambíó