beint flug til Færeyja

N1 mótið hafið – Aldrei fleiri lið og þátttakendur

N1 mótið hafið – Aldrei fleiri lið og þátttakendur

Þrítugasta og fimmta N1 mótið í knattspyrnu hófst í dag á KA svæðinu á Akureyri. Aldrei hafa fleiri lið verið skráð á mótið og þá var enn á ný slegið met í fjölda þátttakenda á mótinu. Fram­kvæmd móts­ins er í hönd­um Knatt­spyrnu­fé­lags Ak­ur­eyr­ar, KA.

2.144 leik­menn eru skráðir til leiks frá 216 liðum. Í frétta­til­kynn­ingu er bent á að marg­ir verðandi at­vinnu­menn og landsliðsmenn hafi tekið sín fyrstu skref á mót­inu sem sé „hápunkt­ur íþrótta­sum­ars­ins.“

„Það er mik­il til­hlökk­un hjá okk­ur í KA fyr­ir mót­inu, rétt eins og fyrri ár, enda er N1 mótið einn af hápunkt­um sum­ars­ins hjá fé­lag­inu og við hlökk­um til að taka á móti strák­un­um og aðstand­end­um þeirra. Fátt set­ur sterk­ari svip á Ak­ur­eyri en ein­mitt þegar mörg hundruð kepp­end­ur á N1 mót­inu mæta til leiks og gleðin og fögn­in yf­ir­gnæfa allt annað. Það eru for­rétt­indi að fá að hafa um­sjón með þessu frá­bæra móti og sam­starfið við N1, þjálf­ara, aðstand­end­ur og að sjálf­sögðu kepp­end­urna sjálfa er alltaf jafn gott. Það þarf varla að taka það fram, en ég geri það samt, að minna alla á að taka mynd­ir af drengj­un­um og merkja með #n1­mótið á sam­fé­lags­miðlum og halda þannig áfram að skrá þannig knatt­spyrnu­sög­una,” seg­ir Sæv­ar Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóri KA.

„N1 mótið er alltaf eitt­hvað sem fyll­ir okk­ur hjá N1 stolti, gleði og ánægju og við vit­um að framund­an eru frá­bær­ir dag­ar þar sem all­ir munu skemmta sér vel. Við erum afar ánægð með sam­starfið við KA, enda und­ir­bún­ing­ur all­ur og um­gjörð móts­ins með besta móti hjá þessu rót­gróna fé­lagi. N1 mun halda áfram, sem fyrr, að styðja grasrót­ar­starf bæði stráka og stelpna um land allt og hlökk­um til að sjá enn eina kyn­slóðina hefja leik á þessu frá­bæra móti meðan við öll fyll­um sum­arið af fjöri,” seg­ir Þyrí Dröfn Kon­ráðsdótt­ir, for­stöðumaður markaðsdeild­ar og sta­f­rænn­ar þró­un­ar hjá N1.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó