N1 mótið hafið: KA-TV sýnir beint frá mótinu

Á N1 mótinu er alltaf mikið líf og fjör

N1 mótið í knattspyrnu, sem KA stendur fyrir árlega, hófst í dag og stendur fram á laugardag. Í ár eru 30 ár frá fyrsta mótinu en á vefsíðu KA kemur fram að mótið í ár sé það stærsta frá upphafi með 188 liðum sem keppa í 7 mismunandi deildum. Því verða í heildina spilaðir alls 792 leikir á mótinu.

Allar upplýsingar um mótið má sjá vefsíðu mótsins hér.

KA-TV sýnir beint frá mótinu og er hægt að fylgjast með útsendingu þeirra HÉR.

UMMÆLI

Sambíó