NTC

Næststigahæsti leikmaður Þórs yfirgefur liðið

korfuboltiKvennalið Þórs í körfubolta varð fyrir áfalli í dag þegar Fanney Lind Thomas ákvað að ganga í raðir úrvalsdeildarliðs Skallagríms.

Fanney Lind hefur verið í algjöru lykilhlutverki í liði Þórs sem leikur í 1.deildinni og trónir á toppnum þar eftir fimm umferðir

Fanney Lind er næststigahæsti leikmaður Þórs með 16,4 stig að meðaltali í leik og hefur einnig tekið tíu fráköst að meðaltali í leik í vetur.

Ljóst er að þarna er stórt skarð höggvið í leikmannahóp Þórs en Fanney Lind var valin besti leikmaður tímabilsins í fyrra. Hún á 3 A-landsleiki að baki fyrir Íslands hönd.

Fanney Lind er kvænt Danero Thomas sem er í lykilhlutverki hjá karlaliði Þórs en hann mun halda áfram að leika með Þór í Dominos-deildinni.

maxresdefault

Fanney Lind hefur yfirgefið Þór. Mynd: ÞórTV

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó