Nafn drengsins sem saknað er

Nafn drengsins sem saknað er

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur birt upplýsingar um drenginn sem leitað er að við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. Drengurinn heitir Leif Magnús Grétarsson til heimilis að Heiðarvegi 58 Vestmannaeyjum. Hann er 16 ára gamall, fæddur í Noregi árið 2003.

Leitin að Leif hófst af fullum krafti á nýjan leik í morgun með óþreyttum leitarmönnum og verða um 200 leitarmenn og þriðja tug tækja við leit í dag.

Lögreglu barst tilkynning um að drengurinn hefði fallið ofan í Núpá á miðvikudagskvöld og síðan þá hefur leit staðið yfir.

Sambíó

UMMÆLI