Nágrannaslagur á Sauðárkróki í kvöld

korfubolti

Þórsarar halda til Sauðárkróks í kvöld þar sem þeir mæta Tindastól í grannaslag í 2.umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19:15.

Bæði lið töpuðu leik sínum í fyrstu umferð en Tindastóll fékk skell gegn KR á útivelli á meðan Þórsarar töpuðu eftir framlengingu gegn Stjörnunni.

Tindastól var spáð þriðja sæti fyrir mót á meðan Þórsurum var spáð 6.-7.sæti en Þórsarar eru nýliðar í deildinni. Tindastóll fór alla leið í undanúrslit á síðustu leiktíð.

Þónokkrir leikmenn hafa leikið fyrir bæði Þór og Tindastól en í liði Þórs í dag eru Darrel Lewis, Þröstur Leó Jóhannsson og Ingvi Rafn Ingvarsson allt fyrrum leikmenn Tindastóls. Hjá Tindastól er svo gamla brýnið Helgi Freyr Margeirsson sem lék með Þór um tíma.

Sjá einnig:

Viðtal við Benedikt Guðmundsson fyrir tímabilið

Viðtal við Tryggva Snæ Hlinason fyrir tímabilið

UMMÆLI

Sambíó