Nám á tímum Covid – 10 góð ráð

Nám á tímum Covid – 10 góð ráð

Á þessu misseri er skólastarf framhalds- og háskóla með óhefðbundnum hætti. Ekki allir hafa aðgang að kennslu innan veggja skólastofnana og stunda nám sitt með rafrænum hætti.

Háskólinn á Akureyri hefur áralanga reynslu í miðlun rafrænnar kennslu. Sérfræðingar HA hafa nú tekið saman 10 góð ráð fyrir nemendur í þessum aðstæðum sem má skoða hér að neðan.

Nánar má lesa um áskoranir, tækifæri og lausnir í rafrænni kennslu í frétt frá Háskólanum á Akureyri.

  1. Áætlaðu ákveðinn tíma sem ætlaður er lærdómi.
  2. Komdu þér upp góðri lærdómsaðstöðu.
  3. Taktu stutt hlé, þess á milli er slökkt á allri truflun.
  4. Skilgreindu hvað á að læra.
  5. Skiptu milli verkefna því fjölbreytni eykur úthald.
  6. Áætlaðu tímann fyrir hvert verkefni.
  7. Forgangsraðaðu eftir mikilvægi.
  8. Haltu uppi samskiptum við lærdómsfélaga þína og nýttu tæknina.
  9. Mættu og taktu virkan þátt í þeim kennslustundum sem eru á dagskrá hverju sinni. Hvort sem þær eru rafrænar eða í kennslustofu.
  10. Samþykktu sjálfan þig og tilfinningar þínar. Gerðu eitthvað sem gleður þig eða fær þig til að líða vel.

UMMÆLI

Sambíó