Natan Dagur grætti dómarana og komst í úrslit

Natan Dagur grætti dómarana og komst í úrslit

Akureyringurinn Natan Dagur Benediktsson komst í gærkvöldi áfram í úrslitakvöld The Voice í Noregi. Natan flutti lagið All I Want eftir Kodaline í undanúrslitunum í gær og grætti dómara kvöldsins.

Natan hefur slegið í gegn í þáttunum sem hafa verið sýndir í Noregi síðan í janúar. Hann hefur verið eftirlæti aðdáenda og dómara og er nú kominn alla leið í úrslitin. Lokaþátturinn fer fram næsta föstudag.

Hér er hægt að horfa á flutning Natans í kvöld á laginu All I Want.

UMMÆLI