Natan Dagur keppir til úrslita í The Voice Norway í kvöld

Natan Dagur keppir til úrslita í The Voice Norway í kvöld

Söngvarinn Natan Dagur Benediktsson keppir til úrslita í sjónvarpsþættinum The Voice Norway í kvöld, föstudaginn 28. maí. Útsendingin hefst klukkan 18.00 að Íslenskum tíma og Íslendingar geta kosið í vegnum vefsíðu TV2.no, hver og einn getur kosið þrisvar.

Fyrirkomulagið í úrslitaþættinum er þannig að til að byrja með flytja allir fjórir keppendur sem komnir eru í úrslit eitt lag hver og síðan opnar fyrir net og símakosningu, þeir tveir sem fá flest atkvæði komast áfram í svokölluð super finals en hinir tveir detta út. Super finals er í beinu framhaldi af fyrri hlutanum, þar flytja þeir tveir sem fengu flest atkvæðin í fyrri hluta úrslitana sitthvort lagið og síðan hefst ný umferð af síma og netkosningu, sá sem fær flest atkvæði í super finals er sigurvegari The Voice Norway 2021.

Natan mun flytja lagið Lost on you með Lewis Capaldi sem fyrra lag í úrslitunum en faðir hans greinir frá því á Facebook síðu sinni. Ef hann kemst í super finals þá tekur hann lagið Half a man með Dean Lewis.

„Samkvæmt veðbönkum hérna í Noregi er Natani spáð sigri en mikilvægt að hvetja alla Íslendinga til að kjósa hanni alla leið til sigurs. Hérna er linkur á flutningi hans í undanúrslitunum. Væri þakklátur fyrir allan stuðning og deilingu,“ skrifar Benedikt Viggósson faðir Natans á Facebook.

UMMÆLI

Sambíó