beint flug til Færeyja

Natan Dagur syngur Vor í Vaglaskógi í fyrstu beinu útsendingunni

Natan Dagur syngur Vor í Vaglaskógi í fyrstu beinu útsendingunni

Natan Dagur Benediktsson, sem slegið hefur í gegn í The Voice Norway, mun flytja lagið Vor í Vaglaskógi í sinni fyrstu beinu útsendingu í þættinum. Natan er kominn í 8 manna úrslit í þættinum og mun syngja til þess að komast í undanúrslitin annað kvöld. Benedikt Viggosson, faðir Natans segir frá þessu á Facebook í dag.

„Hann hlakkar mikið til flytja þessa perlu á sviðinu sem þó verður með talsverðum tvist, vonum við að ykkur líki söngurinn og útfærsla lags og texta,“ segir Benedikt.

Lagið flytur hann í þættinum á morgun föstudaginn 30 apríl og hefst þátturinn klukkan 20.00 að norskum tíma eða klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Í 8 manna úrslitum kjósa áhorfendur og Íslendingar og aðrir utan Noregs geta kosið í gegnum vefsíðu TV2.no eftir að þátturinn hefst. Hægt er að kjósa þrisvar sinnum ókeypis úr hverri IP tölu.

https://www.facebook.com/benedikt.viggosson/posts/3976524679050958
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó