Færeyjar 2024

Natan Dagur syngur Vor í Vaglaskógi í fyrstu beinu útsendingunni

Natan Dagur syngur Vor í Vaglaskógi í fyrstu beinu útsendingunni

Natan Dagur Benediktsson, sem slegið hefur í gegn í The Voice Norway, mun flytja lagið Vor í Vaglaskógi í sinni fyrstu beinu útsendingu í þættinum. Natan er kominn í 8 manna úrslit í þættinum og mun syngja til þess að komast í undanúrslitin annað kvöld. Benedikt Viggosson, faðir Natans segir frá þessu á Facebook í dag.

„Hann hlakkar mikið til flytja þessa perlu á sviðinu sem þó verður með talsverðum tvist, vonum við að ykkur líki söngurinn og útfærsla lags og texta,“ segir Benedikt.

Lagið flytur hann í þættinum á morgun föstudaginn 30 apríl og hefst þátturinn klukkan 20.00 að norskum tíma eða klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Í 8 manna úrslitum kjósa áhorfendur og Íslendingar og aðrir utan Noregs geta kosið í gegnum vefsíðu TV2.no eftir að þátturinn hefst. Hægt er að kjósa þrisvar sinnum ókeypis úr hverri IP tölu.

Þá er það orðið opinbert að Natan Dagur Benediktsson mun flytja lagið Vor í Vaglaskógi í sinni fyrstu og vonandi ekki…

Posted by Benedikt Viggosson on Thursday, April 29, 2021
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó