Nathália Baliana til liðs við KA/Þór

Nathália Baliana til liðs við KA/Þór

Nathália Baliana er gengin til liðs við handboltaliðs KA/Þór en gengið var frá félagsskiptunum í dag. Nathália er því lögleg með liðinu í kvöld er stelpurnar sækja Stjörnuna heim í Garðabæinn klukkan 18:00. Þetta kemur fram á vef KA.

Nathália er tvítug vinstri skytta og kemur frá Brasilíu en undanfarin tvö ár hefur hún leikið með Portúgalska liðinu Maiastars. Það verður spennandi að sjá hvernig Nathália smellur inn í okkar unga og öfluga lið en hún hefur æft með liðinu undanfarnar vikur.

UMMÆLI

Sambíó