National Geographic heimsótti Akureyri

National Geographic heimsótti Akureyri

Í vetur kynnti Eva Zu Beck sér Skógarböðin á Akureyri fyrir National Geographic ásamt því að skella sér meðal annars í sjósund með Önnu Richards og fara á gönguskíði.

Sérstakur þáttur um heimsókn Evu birtist á Youtube-rás National Geographic í gær en Skógarböðin eru á lista National Geographic yfir bestu vellíðunarstaði í heiminum.

Þáttinn má sjá í spilaranum hér að neðan en hann hefur þegar fengið yfir 116 þúsund áhorf. Eva Zu Beck heldur úti vinsælli Youtube rás sjálf og er vinsæl á Instagram.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó