Nauðgun kærð og yfir 100 teknir fyrir hraðakstur á meðan Bíladagar fóru fram

Lögreglustöðin á Akureyri

Lögreglan á Norðurlandi eystra hafði í nógu að snúast um liðina viku en eins og flestir vita fóru Bíladagar fram á Akureyri. Nauðgun var kærð og yfir eitthundrað ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur á meðan á hátíðinni stóð.  Frá þessu var greint í fréttum Rúv í kvöld.

„En heilt yfir gekk þetta vel,“ sagði Kristján Kristjánsson, yfirlögreglumaður á Akureyri í samtali við fréttastofu Rúv.

Maðurinn sem handtekinn var vegna nauðgunarinnar hefur verið yfirheyrður en honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu og málið er í rannsókn.

Sambíó

UMMÆLI