Í Landanum á RÚV í gærkvöldi var fjallað um um nektardansstaði. Í kringum aldamótin voru þrír slíkir staðir starfræktir á Akureyri, sem var á þessum tíma um 15 þúsund manna bær.
Andrea Hjálmsdóttir, félagsfræðingur við Háskólann á Akureyri, segir að það sýni hversu fljótt norm í samfélaginu geti breyst. Hún segir þetta hafa komið á fullri ferð inn í almannarýmið en í blöðum þótti jafn eðlilegt að auglýsa nekterdans eins og körfuboltaleik.
Þorsteinn Pétursson, fyrrverandi lögreglumaður sem starfaði hjá sýslumanninum á þessum tíma við að hafa eftirlit með vínveitingastöðum segir að þetta tímabil sé svartur blettur í sögu bæjarins.
Hann segir að sér hafi alltaf þótt erfitt að heimsækja staðina og horfa upp á stúlkurnar sem þar unnu. Hann hafi skynjað að þessar stúlkur væru ekki frjálsar í því að selja líkama sinn. Hann segir að þetta tímabil í sögu bæjarins megi alveg falla í gleymsku.
„Þetta er svartur blettur á okkar góða bæjarlífi að þetta skuli hafa þrifist hérna.“
Innslagið úr Landanum má sjá í heild sinni með því að smella hér.
UMMÆLI