Nemandi úr MA sigraði stærðfræðikeppni framhaldsskólanna

Nemandi úr MA sigraði stærðfræðikeppni framhaldsskólanna

Atli Fannar Franklín, nemandi í Menntaskólanum á Akureyri bar sigur úr býtum í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna sem fram fór í Reykjavík um síðustu helgi. 377 nemendur úr 40 framhaldsskólum tóku þátt í forkeppninni og 40 bestu af þeim bauðst að taka þátt í lokakeppninni.

Þrír aðrir nemendur úr MA voru í hópi 17 bestu í keppninni og unnu sér inn þáttöku í norrænu stærðfræðikeppninni sem fer fram 3. apríl næstkomandi.. Sindri Unnsteinsson var í 6-7 sæti, Brynjar Ingimarsson sem var í 11. sæti og var Erla Sigríður Sigurðardóttir eina stelpan úr 17 manna úrvalinu í 13-14. sæti.

Fleiri nemendur úr skólanum hafa fagnað góðum árangri að undanförnu en Hanna Rún Hilmarsdóttuvar verðlaunuð á Bessastöðum í síðustu viku fyrir árangur sinn í í smásagnasamkeppni Félags enskukennara á Íslandi.

 

 


UMMÆLI