beint flug til Færeyja

Nemendur í Glerárskóla fengu áfallahjálp eftir óhapp í hjólaferð

Nemendur í Glerárskóla fengu áfallahjálp eftir óhapp í hjólaferð

Áfallaráð Glerárskóla ræddi við nemendur í sjötta bekk skólans í dag eftir atvik sem kom upp í hjólaferð um Akureyri. Nemandi lenti í samstuði við gangandi vegfarenda með þeim afleiðingum að vegfarandinn slasaðist og er talinn fótbrotinn.

Kallað var á sjúkrabíl en nemendur sem sáu atvikið áttu sumir frekar erfitt með það. Þegar nemendur komu í skólann var áfallaráð fengið til að ræða við krakkana um þær tilfinningar sem þau upplifðu og atvikið sjálft.

„Flest eru þau orðin róleg í þessum töluðu orðum og búið er að tala við forráðamenn barnsins sem lenti í þessu óhappi. Nú eru nemendur að fá sér grillaðar pylsur í hádegismat,“ segir í tölvupósti til foreldra.

„Óhappið var engum að kenna og engar tilfinningar eru óeðlilegar í kjölfarið. Það erum við búin að ræða um við nemendur og einnig segja þeim að ef spurningar vakna skuli þau ekki hika við að spyrja þeirra,“ segir í tölvupóstinum.

Sambíó

UMMÆLI