Nemendur í Menntaskólanum á Akureyri söfnuðu einni milljón fyrir KvennaathvarfiðStjórn Skólafélagsins Hugins veturinn 2022-2023

Nemendur í Menntaskólanum á Akureyri söfnuðu einni milljón fyrir Kvennaathvarfið

Góðgerðavika Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, fór fram í síðustu viku. Nemendur skólans söfnuðu fyrir Kvennaathvarfið og söfnuðu einni milljón króna.

Nemendur tóku sér ýmis verkefni fyrir hendur til styrktar Kvennaathvarfinu og þá var haldin kvöldvaka í skólanum þar sem allur ágóðinn rann til Kvennaathvarfsins.

Sjá einnig: Keyra á Raufarhöfn, slá heimsmet og gifta sig til að safna áheitum á góðgerðarviku í MA


UMMÆLI