Nemendur Oddeyrarskóla sigruðu Lífshlaupið 2017

Nemendur Oddeyrarskóla sigruðu Lífshlaupið 2017

Í febrúar fór fram hið árlega Lífshlaup sem haldið er af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Keppt var í þremur flokkum, vinnustaðakeppni, grunnskólakeppni og framhaldsskólakeppni. Vinnustaðakeppnin stendur yfir í þrjár vikur í febrúar en hinar keppninar í tvær vikur.

Oddeyrarskóli á Akureyri sigraði grunnskólakeppnina hjá skólum með 90-299 nemendur. Starfsmenn skólans stóðu sig einnig vel í keppninni og lentu í öðru og þriðja sæti í vinnustaðakeppni 30-69 starfsmanna vinnustaða.

Framhaldskólinn á Húsavík sigraði framhaldsskólakeppnina í flokki framhaldsskóla með 1-399 nemendur. Þá lenti Verkmenntaskólinn á Akureyri í öðru sæti af framhaldsskólum með fleiri en þúsund nemendur. Hægt er að skoða öll úrslit Lífshlaupsins 2017 hér.

Kaffið.is óskar öllum þessu skólum til hamingju með glæsilegan árangur.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó