Í gær greindust tveir nemendur í Síðuskóla með Covid-19. Nemendurnir eru úr 2. og 4. bekk skólans. Þetta kemur fram í pósti frá stjórnendum skólans til foreldra í dag.
Eftir ráðleggingar frá rakningateymi Almannavarna voru kennarar og nemendur úr þessum bekkjum sendir í sóttkví út vikuna en ekki þótti ástæða til frekari aðgerða að svo stöddu.
„Við viljum hvetja alla til að huga að persónulegum sóttvörnum, vera vakandi fyrir einkennum og fara í sýnatöku geri þau vart við sig,“ segir í póstinum.
112 einstaklingar eru í sóttkví á Norðurlandi eystra en á svæðinu eru 13 virk smit.
UMMÆLI