Intersand MaxCare 12 kg | Gæludýr.is

Netflix áfram í Hofi

Netflix áfram í Hofi

SinfoniaNord ævintýri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands heldur áfram á fullri ferð. Um helgina hljóðrita Grammy-verðlaunahafinn Steve McLaughlin og tónskáldið Stefan Gregory kvikmyndatónlist í Hofi við stórmynd sem afþreyingarrisinn NETFLIX framleiðir.

Í samkomubanninu, þegar allt tónleikahald var í lágmarki og þúsundur manna misstu vinnu sína, fengu um sextíu tónlistarmenn, hljóðmenn og sviðsstjórar aukavinnu við tvær stórmyndir fyrir NETFLIX. SN var þannig eina sinfóníuhljómsveitin í heiminum sem gat tekið að sér slík verkefni fyrir kvikmyndarisann.

Framundan hjá hljómsveitinni í sumar eru pantanir fyrir tvær stórar Hollywood kvikmyndir, alþjóðlega kántríplötu, upptökur fyrir söngleik og sjónvarpsþætti. Það er því allt að gerast fyrir norðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó