Nettó í Hrísalundi verður eingöngu fyrir þá sem eru viðkvæmir vegna COVID-19 í klukkutíma daglega

Nettó í Hrísalundi verður eingöngu fyrir þá sem eru viðkvæmir vegna COVID-19 í klukkutíma daglega

Samkaup hefur ákveðið að opna tólf verslanir Nettó og fimmtán verslanir Kjörbúðarinnar eingöngu fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir COVID-19 veirunni.

Á Akureyri verður kjörbúð Nettó í Hrísalundi sú búð. Hún verður því eingöngu fyrir þá sem eldri eru, með undirliggjandi sjúkdóma eða viðkvæmir að öðru leyti frá klukkan 9 til 10 alla virka daga, frá og með þriðjudeginum 17. mars og á meðan samkomubann er í gildi.

Viðhafðar verða ítarlegar verklagsreglur. Allir snertifletir verða sótthreinsaðir og starfsmenn munu nota grímur og einnota hanska við afgreiðslu. Þá eru viðskiptavinir beðnir um að fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis og halda tveggja metra fjarlægð sín á milli. Viðskiptavinir eru einnig beðnir um að notast við snertilausar greiðslur.

Verslanir Samkaup sem eru sérstaklega opnar fyrir eldri borgara og viðkvæma á landinu eru:

  • Nettó Borgarnesi
  • Nettó Egilsstaðir
  • Nettó Grindavík
  • Nettó Hafnarfirði
  • Nettó Hornafirði
  • Nettó Hrísalundi
  • Nettó Húsavík
  • Nettó Iðavöllum
  • Nettó Ísafirði
  • Nettó Lágmúla
  • Nettó Salavegi
  • Nettó Selfossi
  • Kjörbúðin Búðardal
  • Kjörbúðin Blönduósi
  • Kjörbúðin Bolungarvík
  • Kjörbúðin Dalvík
  • Kjörbúðin Djúpavogi
  • Kjörbúðin Eskifirði
  • Kjörbúðin Fáskrúðsfirði
  • Kjörbúðin Garði
  • Kjörbúðin Grundarfirði
  • Kjörbúðin Neskaupsstað
  • Kjörbúðin Ólafsfirði
  • Kjörbúðin Reykjahlíð
  • Kjörbúðin Sandgerði
  • Kjörbúðin Seyðisfirði
  • Kjörbúðin Siglufirði
  • Kjörbúðin Skagaströnd
  • Kjörbúðin Þórshöfn

UMMÆLI

Sambíó