Nettó veitir Velferðarþjónustu kirkjunnar á Húsavík jólastyrk

Nettó veitir Velferðarþjónustu kirkjunnar á Húsavík jólastyrk

Helga Kristjana Geirsdóttir verslunarstjóri Nettó á Húsavík afhenti í gær Sr. Sólveigu Höllu Kristjánsdóttur jólastyrk fyrir hönd Nettó. Styrkurinn, sem er formi inneignakorta, fer til Velferðarþjónustu kirkjunnar á Húsavík. Nettó hefur um árabil séð um úthlutun styrkja í aðdraganda jóla og leggur mikla áherslu á að styðja við og taka þátt í nærsamfélaginu á hverjum stað með þessum hætti en verslanirnar eru staðsettar víðsvegar um landið.

„Við finnum sterkt fyrir því að svona styrkir skipta gífurlegu máli. Nettó hafa lagt ríka áherslu á að leggja sitt á vogarskálarnar til að styðja við þau sem á þurfa að halda í kringum hátíðarnar um allt land. Það er okkur sannur heiður að fá að styðja við Velferðarþjónustuna kirkjunnar hér á Húsavík og við vonum innilega að kortin komin til með að nýtast vel,“ segir Helga Kristjana.  

Auk Velferðarþjónustu kirkjunnar á Húsavík hlutu Mæðrastyrksnefnd, Fjölskylduhjálp Íslands og Hjálparstarf Kirkjunnar, Mataraðstoð/Matargjafir Akureyri og nágrennis, Velferðarsjóður Suðurnesja, Rauði Krossinn á Egilsstöðum, Samfélagssjóðurinn á Höfn, Sjóðurinn góði, Matargjafir á Ísafirði, og Borgarneskirkja styrki í ár. 

Sambíó

UMMÆLI