Niceair flýgur til Manchester

Niceair flýgur til Manchester

Vetraráætlunin norðlenska flugfélagsins Niceair verður bókanleg á allra næstu dögum. Í sumar flýgur flugfélagið til London, Kaupmannahafnar og Tenerife en í haust mun bætast við flug til Manchester í Englandi.

Flogið verður til Tenerife út október og svo aftur í kringum jól og áramót. Flug til London og Kaupmannahafnar halda áfram inn í veturinn og Manchester mun svo bætast við tvisvar sinnum í viku frá byrjun október.

Þú kemst í sólina áfram, kíkkar á leik í Manchester (nú eða Liverpool), færð menninguna í London og aðventuna í allri sinni dýrð í Köben,“ segir í tilkynningu Niceair.

UMMÆLI