Niceair kynnir nýjan áfangastað í haust

Niceair kynnir nýjan áfangastað í haust

Norðlenska flugfélagið Niceair hóf áætlunarflug frá Akureyrarflugvelli í byrjun júní. Í sumar verður flogið til Kaupmannahafnar, London og Tenerife og næsta vetur mun Manchester borg í Englandi bætast við. Í haust mun flugfélagið kynna nýjan áfangastað og nú stendur yfir kosning um hvaða áfangastaður verður fyrir valinu.

Niceair hefur biðlað til viðskiptavina sinna að hjálpa til við að velja næsta áfangastað. Valið stendur á milli Alicante, Berlín, Dublin, Lissabon, París og Pisa. Hægt er að kjósa með því að smella hér en með því að kjósa getur fólk átt möguleika á því að vinna ferð út fyrir tvo á nýja áfangastaðinn.

„Vonandi hafið þið nú þegar bókað með okkur sumarleyfið ykkar en eftir sumar kemur haust og haustið verður spennandi. Hjálpaðu til við að móta félagið þitt og segðu okkur hvert þú myndir helst vilja fara í stuttfrí í haust,“ segir í tilkynningu Niceair.

UMMÆLI